Kínamúrinn

Jæja þá er Kínamúrinn kominn í reynslusarpinn. Við trítluðum upp á hæsta punktinn á Kínamúrnum í dag og gengum fararstjórann okkar hana Katie af okkur. Katie er 24 ára gömul kínversk stúlka sem er búin að leiðsegja í 3 ár hér í Peking. Hún er mjög umhyggjusöm um okkur hjónin og sleppir varla af okkur hendinni fyrr en inn á hóteli á kvöldin. Það var ótrúlega hlýtt og gott veður í dag eða um 25-27 stiga hiti en mikil mengun þannig að sólin sást varla. Á Múrnum var múgur og margmenni og er það sennilega vegna þess að þessa vikuna er frí í öllum skólum og mörgum vinnustöðum vegna þjóðhátíðardags Kína sem er 1. október. Þeir unnu síðustu helgi til að vinna sér inn lengra frí og fara síðan ekki í vinnuna eða skólann aftur fyrr en mánudaginn 6. okt. Við eru dálítið óheppin hvað þetta varðar vegna þess að það er núna svo mikill fjöldi á öllum ferðamannastöðunum, við erum alltaf í biðröð og að lenda í umferðarhnútum. Við vorum föst í marga klukkutíma í umferðinni í dag á leið á Múrinn og heim aftur. En það eru ævintýri á hverju horni og við leyfum Katie að ráða sem mestu því hún finnur upp á svo mörgu skemmtilegu. Í gær fórum við á tehús þar sem kynntar voru fyrir okkur hinar ýmsu tetegundir og listir varðandi tedrykkju sem var afar skemmtilegt.
Í dag ókum við svo inn í lítið þorp utan við Peking og hittum þar fyrir skrýtinn karl sem átti garð og kofaræskni og ræktaði tóbakið sitt sjálfur. Við spjölluðum smá við hann (með aðstoð Katiear) og hann gaf okkur gingseng sem hann tók upp úr garðinum sínum.
Þar sáum við líka 3 flotta og glaða krakka í kerru.
Síðan við komum til Peking erum við búin að skoða Forboðnu borgina og Musteri himinsins og eru þarna afar tilkomumiklar byggingar og fróðlegt að skoða þetta með aldur þeirra í huga, þarna hafa verið snillingar á ferð. Það er líka búið að lagfæra allt svo mikið í tilefni Olympíuleikanna og allt er svo hreint og snyrtilegt hér að það er alveg ótrúlegt. Mér finnst Kínverjar flottir arkitektar, nýju húsin þeirra er alltaf eitthvað meira en kassar (eins og við byggjum). Þeir skreyta húsin miklu meira og setja gler og ávöl horn eða annað skraut á þau svona til að gleðja augað.
Í dag ókum við svo inn í lítið þorp utan við Peking og hittum þar fyrir skrýtinn karl sem átti garð og kofaræskni og ræktaði tóbakið sitt sjálfur. Við spjölluðum smá við hann (með aðstoð Katiear) og hann gaf okkur gingseng sem hann tók upp úr garðinum sínum.
Þar sáum við líka 3 flotta og glaða krakka í kerru. Deginum lauk með því að við fórum á kínverska Operu. Svo það er stíf dagskrá alla daga og er maður lúinn þegar heim á hótel er komið.
Síðan við komum til Peking erum við búin að skoða Forboðnu borgina og Musteri himinsins og eru þarna afar tilkomumiklar byggingar og fróðlegt að skoða þetta með aldur þeirra í huga, þarna hafa verið snillingar á ferð. Það er líka búið að lagfæra allt svo mikið í tilefni Olympíuleikanna og allt er svo hreint og snyrtilegt hér að það er alveg ótrúlegt. Mér finnst Kínverjar flottir arkitektar, nýju húsin þeirra er alltaf eitthvað meira en kassar (eins og við byggjum). Þeir skreyta húsin miklu meira og setja gler og ávöl horn eða annað skraut á þau svona til að gleðja augað. Á morgun er svo stefnt á Sumarhöllina og kannski eitthvað fleira en það kemur í ljós.

Nú vorum við sko komin í stífa dagskrá. Vakna kl. 7 um morguninn og af stað í rútunni kl. 8. Ferðinni að þessu sinni var heitið að jökli nr. 12 (sjá mynd) – en Kínverjar nefna jöklana sína með númerum eftir því hvað þeir eru merkilegir (þessi var greinilega ekkert voðalega merkilegur). Ferðin upp í fjöllin tók 4 tíma (aðra leið) og það var einu sinni pissustopp á leiðinni þar sem ég fékk að fara á bak við steinahrúgu í eyðimörkinni, en leiðsögumaðurinn sagði að hún væri miklu betri en WC í húsi (þau eru hola og enginn klósettpappír). Við jökuljaðarinn var nestið tekið upp (sem leiðsögumaðurinn sá um) en það samanstóð af pylsu, spaghetti, eggi , niðursoðnu salati og brauðbollu (sjá mynd). 










