laugardagur, mars 05, 2011

Má ekki blogga í Tyrklandi

Þá er Tyrklandsdvöl minni lokið alla vega í bili. En eftir fyrsta bloggið mitt var lokað á það og ég komst ekki inn til að skrifa fyrr en í dag eftir að ég kom til Amsterdam. En við erum búin að vera á þönum frá því á miðvikudaginn eftir að allir þátttakendurnir mættu en þeir voru 22 alls. Við skoðuðum tvo skóla þ.e. einn leiksskóla og einn grunnskóla. Við fengum danssýningu á skólalóðinni í grunnskólanum og flottar veitingar sem foreldrar barnanna stóðu að á eftir. Við erum búin að fara á ótal mörg söfn og skoða moskur og veitingastaði. Eitthvað var farið í ferðamannabúðir og einum tveimur tímum var eytt í Anka mollinu. En svona í stórum dráttum þá er menning Tyrkja heldur á eftir í mörgum atriðum miðað við hjá okkur, eins og t.d. að börn eru ekki í bílstólum eða beltum og yfirleitt ekki aðrir farþegar heldur, ég fann t.d. ekki beltið í rútunni. Hundar ganga lausir mér til mikillar armæðu, rusli er í stórum stíl kastað aðeins út fyrir húsvegg eða bara hreinlega á götuna.
Umferðin er svakaleg og ég mundi aldrei þora að aka bíl þarna.
Þar sem ég er nú búin að finna bloggið aftur, ætla ég að blogga meira á morgun og setja inn myndir. Læt þetta nægja núna.