sunnudagur, apríl 05, 2015

Páskadagur

Sólríkur og góður dagur hjá okkur. Fórum í útsýnisferð um borgina og ákváðum þá að næst þegar við færum í borgarferð að byrja á útsýnisferð en ekki enda á henni eins og núna. Við vorum reyndar búin að ramba á marga af þessum stöðum sem bent var á, það gerðum við þegar við vorum á hjólunum fyrstu þrjá dagana áður en vinnustofan hófst. Nú sáum við að það hefði verið sniðugt að fara fyrst í ferðina og skoða svo frekar það sem við höfum áhuga á.  En í dag voru engin hjól til leigu svo við urðum að ganga og þá erum við ekki eins fljót yfirferðar. Við fórum út á stað sem kallaður er "Herrenhauser Garten í Herrenhausen Garden" og sagður vera eftirlíking af Versalagarðinum í París. En þetta er flottur garður þótt ekki sé komið sumar, trén mynduðu alls kyns mynstur sem voru mjög falleg.  Við dunduðum okkur í garðinum í tvo tíma og tókum svo vagninn áfram í útsýnisferð og lukum henni við járnbrautarstöðina sem allt miðast við í Hannover. Mikið hefur verið byggt upp í borginni, nánast frá grunni þar sem hún fór svo illa í seinna stríðinu, enda húsin snyrtileg og vel frágengin. Margir hafa leitað til Hannover við uppbyggingu hjá sér (fékk þennan punkt hjá konunni sem laumaði þessu að mér í hátalaranum í rútunni í dag). Það er mjög gott að hjóla í borginni, alls staðar hjólastígar aðskildir frá göngustígum og vel merktir. Það liggur hringur umhverfis miðhluta borgarinnar sem hægt er að hjóla eftir og auðvelt er að fá bílastæði og hafa aðgang að verslunum og öðrum þjónustustöðum.
Nú leggjum við í hann snemma í fyrramálið eða um 6 leytið og tökum fyrst u-banann niður á aðalbrautarstöðina, þar tökum við aðra lest til Frankfurt brautarstöðvarinnar og þaðan aðra lest út á flugvöll.  Vonandi gengur þetta allt upp en flugvélin á að fara klukkan 14 í loftið og lenda 15 heima svo við "græðum" tvo tíma á leiðinni, ekki slæmt :-)
Þetta er búin að vera fín ferð og fróðleg og við erum orðin eldklár á lestarferðum og ég tala nú ekki um þýskunni ;-)... en það þyrfti bara nokkra daga í viðbót til að þetta væri fullkomið!!!
Hlakka til að koma heim, því heima er best.

Á brautarpallinum að bíða eftir u-bananum í morgun.

Í flotta garðinum þar sem við eyddum meiri hluta dagsins.

Flott tré með flott mynstur.

Biðstöð fyrir strætó, hannaðar voru 7 svona nýstárlegar 
biðstöðvar sem allar voru mismunandi. Þetta er ein þeirra.

Dagurinn endaði á bananasplitti, uppáhaldið hans Odds. 
Ég fékk mér auðvitað líka honum til samlætis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home