miðvikudagur, apríl 01, 2015

Vinnustofan hefst

Engin afreksverk í dag og þó, eftir á að hyggja þá var það ekki Michael bylurinn heldur Niklas sem var að gera okkur lífið leitt í gær en hann kom daginn á eftir Michael. Þeir koma hér í röðum eins og heima. Það var nú heldur rólegra í dag en í gær og við hjóluðum niður í miðbæ og heimsóttum Landssafnið sem er bæði náttúrugripasafn og málverkasafn.  Þarna var mikið af börnum enda fengu þau að skoða og prófa margt þarna sem var til sýnis. Flott safn. Eftir smáhjólatúr í bænum og heimsókn á kaffihús fórum við í Waldorf skólann þar sem vinnustofan er haldin, skráðum okkur inn og vinnan hófst. Þarna hittum við fólk sem var í Coimbra og var gaman að hitta þau aftur og rifja upp kynnin.  PEI sem stendur fyrir Polar Educators International og hefur það að markmiði að flytja heimskautavísindi inn í skólastofuna. Þetta er mikið hugsjónafólk sem samanstendur af vísindamönnum og kennurum víðs vegar að úr heiminum. Þarna áttum við góða stund með þessu fólki fram eftir kvöldi og einnig voru fluttir fyrirlestrar af heimskautaleiðangrum o.fl. smálegt.  Allt mjög fróðlegt og skemmtilegt. Síðan verður meira á morgun, þá verða sett upp veggspjöld um það sem unnið hefur verið síðan síðast og verð ég með eitt þar sem ég segi frá því sem við höfum verið að vinna með í Flataskóla. Oddur verður einnig með sinn fyrirlestur á morgun. Þetta er nú það helsta sem drifið hefur á daginn í dag. Meira á morgun og hér koma svo nokkrar myndir til að skreyta frásögnina.

Ráðhúsið í Hannover - það var við hliðina á safninu sem við heimsóttum í dag.

Niklas gerði usla víða eins og ég sagði frá í blogginu í gær. 
Þetta sáum við í blaðinu í dag á kaffihúsinu.

Stór kort af heimskautunum voru hengd upp í skólanum í tilefni vinnustofunnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home