mánudagur, mars 23, 2015

28. febrúar


Í dag hjóluðum við um 50 km og fórum við í gegnum Mariel sem er stærsta hafnarborg Kúbu. Það er mikið iðnaðarsvæði tengt henni svo íbúar þarna anda að sér mikilli mengun í viðbót við alla mengunina úr gömlu bílunum sem strokurinn stendur aftur úr. Við hjóluðum meðfram sjónum í áttina að Havanna og hlutum drjúgan mótvind. Við fórum niður að sjónum í einu stoppinu og óðum í fjörunni og var Sighvatur svo óheppinn að vera bitinn af svokölluðum ljónafiski og blæddi mikið úr sárinu síðan bólgnaði hann allur upp á tánni og leið illa svo það var ákveðið að skella sér með hann í bæinn og leita læknis. Hann fékk bót meina sinna og má ekki borða fisk, sítrusávexti og mjólkurvörur næstu viku meðan eitrið fer úr líkamanum. Sjö af ellefu hjóluðu á hótelið í Havanna sem við gistum fyrst þegar við komum og fengum við góða aðstoð rútubílstjórans en hann hugsaði vel um okkur á leiðinni, frábær karl. Um kvöldið eftir smádvöl á barnum við sundlaugina úti í garði fórum við á veitingastað (einka veitingastað) og fengum okkur að borða. Flestir fengu sér humar og bragðaðist þetta bara vel. En það er ekki langt síðan að Kúbverjar fengu að stofna veitingastað sjálfir sem þeir reka án aðstoðar ríkisins. Eru þónokkrir slíkir veitingastaðir til núna á Kúbu.

Konurnar í hópnum


Fjölskyldan í hópnum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home