sunnudagur, apríl 20, 2014

Dagur tvö, frá Saint Remy til Fontvieille

Hugsa sér dagur tvö búinn en hann var afar ánægjulegur þrátt fyrir örlítið regn af og til en aldrei þó svo mikið að við rennblotnuðum. Hitastigið var ekki hátt eða svoleiðis en það var samt vel yfir 16 stig. Við hjóluðum um 40 km að þessu sinni. Við lögðum af stað rétt fyrir 10 frá Saint Remy og komum rúmlega 5 til Fontvieille með tveggja tíma stoppi í virkisborginni Les Baux de Provence. Það er bær upp á háum kletti sem hafði lengi vel aðeins einn uppgang og er með múra og háa kletta allt um kring. Við þurftum að leggja hjólunum fyrir neðan hann og ganga upp stiga upp i um 900 m hæð. Þar var sviðsett smáleikrit með sverðaglamri (hvernig menn börðust í gamla daga). Við gengum um svæðið eftir þröngu götunum með mörgu litlu búðunum þar sem verslunareigendur reyndu að selja ferðamönnunum minjagripi. Þarna búa um 400 manns að staðaldri, þarna er miðaldakastali eða virki sem fannst aftur um 1820 en var byggður á 12. öld. Er þetta einn helsti ferðamannastaður hér um slóðir og oftast ekki hægt að þverfóta fyrir fólki yfir sumarið og ráðlagt í bókinni sem við erum með að heimsækja hann að vori eða að hausti, svo við vorum greinilega á réttum tíma en samt var margt um manninn enda páskadagur. Á morgun ætlum við til Arles, Tarascon og gista í Graveson síðustu nóttina áður en við ljúkum hjólaferðalaginu og tökum lestina aftur til Parísar á leið heim frá Avignon
Læt nokkrar myndir fylgja með að þesu sinni.

Áð við vínakra og í fjarska sést fjallgarðurinn Les Alpilles sem við hjóluðum yfir á leiðinni í dag.

Gamli maðurinn og asninn hans á förnum vegi.

Les Baux, virkisbærinn í s-Frakklandi




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home