miðvikudagur, mars 27, 2013

Vinnubúðir - dagur 2

Þá er öðrum degi lokið og mikið búið að hlusta og spjalla og vinna við tilraunir. Ekki var minna innheimt af fróðleik þennan daginn. Í dag vorum við að spjalla um lífheiminn og vatnið (sjóinn) og urðum við all miklu fróðari um seli, mörgæsir, átu, smokkfiska og sitthvað fleira sem fylgdi með. Við gerðum tilraunir með alls kyns fitu á selum, fuglum og fleiri dýrum þ.e.a..s hvernig hún verndar dýrin í þessu kalda umhverfi. Merkilegastur var reyndar Weddell selurinn en hann getur haldið sér í kafi í klukkustund og kafað niður á 600 m dýpi og synt 5 km vegalend án þess að koma upp. Þetta tengist víst súrefnisupptöku í vöðvum en ekki lungum. Svo er það risa smokkfiskurinn sem getur orðið meira en 20 m langur, lengri en strætisvagn. Það var alltaf verið að setja allar upplýsingar í samhengi við það maður þekkir sem er ótrúlega skynsamlegt. Þá var aftur mikið rætt um hvernig við ætlum að segja frá þessum fræðum þegar heim er komið og fá fólk með okkur í þessa vinnu að fræða börnin eða sem sagt breiða út sannleikann um hvert heimurinn er að stefna. Komu margar tillögur upp á borðið sem á að vinna frekar með á morgun sem er síðasti dagurinn í vinnubúðunum. Lítið annað var afrekað í dag fyrir utan að ganga niður hæðina í mat í hádeginu og upp aftur og síðan fór hópurinn út að borða saman á ítalskan veitingastað á árbakkanum um kvöldið. Kominn var háttatími þegar þetta allt var búið. Enn rigndi í dag eins og í gær og fyrradag og koma regnhlífarnar sér vel þessa dagana en ég var svo skynsöm að grípa þær með í ferðina. Svo við stundum ekki kaffihúsin á gangstéttunum í þetta skiptið því enn er spáð rigningu á morgun :-(
Hér er mynd af okkur hjónum á kaffihúsi í hádeginu í dag og hún er tekin inni :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home