mánudagur, mars 25, 2013

Coimbra

Komin til Coimbra. Það tók tæpa tvo tíma með lest frá Lissabon. Rigningin mætti okkur í bænum og smástrekkingur (svona svolítið íslenskur) svo varla var hægt að nota regnhlífar. En samt var um 15 gráðu hiti.  Bærinn stendur í fjallendi og háskólinn er upp á einni hæðinni svo við fáum góða þjálfun við að ganga þangað daglega næstu þrjá daga. Þar verðum við í vinnubúðunum frá kl. 9 til hálf sex á daginn. Þetta virkar spennandi og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Í dag þegar við komum rétt um fjögur leytið fengum við okkur göngu um bæinn og könnuðum svona helsta nágrenni.  Það liggur stór á eftir miðjum bænum sem skiptir honum í tvennt rétt eins og í Lissabon. Við fórum á upplýsingamiðstöðina og náðum okkur í upplýsingar og bæklinga því við ætlum að vera hér á föstudaginn og skoða það helsta í nágrenninu. Það var skrýtið að ganga eftir götunum hér því það var eins og að ganga Laugaveginn fyrir 30 árum, litlar búðir með alls kyns varningi í sömu búð - svona svolítið gamaldags og heimilislegt. Við fréttum reyndar af stóru "molli" hér rétt fyrir utan en ég veit varla hvort við nennum þangað, heldur fáum við okkur göngutúr upp á næsta fjall ;-)
Annars er heldur lélegt netið hérna á hótelinu en ég vona að mér takist að henda þessu á netið.
Myndin er af Oddi þar sem hann heldur á flokkunarfötu sem er á hótelherberginu okkar. Flott hönnun!!
 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home