laugardagur, júní 23, 2012

Á leið heim

Jæja þá er nú komið að leiðarlokum að þessu sinni. Við erum komin til Helsinki aftur, við lentum þar um miðjan dag í dag og það var grenjandi rigning og ekkert útivistarveður. Oddur er slæmur í maga og þurfti oft að nota klósetið. Sennilega afleiðingar frá Bangkokferð í gær. En eftir að við lentum um hádegið í Bangkok í gær skelltum við okkur í bæinn og hjóluðum um hluta hans ásamt leiðsögumanni og 7 Hollendingum. Það er ótrúlegt hvað var hægt að komast yfir stórt svæði á þennan hátt og með kunnugum umhverfinu og mælum við eindregið með að nýta sér svona þjónustu fyrir þá sem treysta sér til að hjóla. Það er nú ekki hægt að segja að Thailendingar séu sérlega kröfuhörð þjóð og alltaf virðst þeir vera glaðir og ánægðir með sitt. Mér fannst nú bara hátíð að koma aftur til Thailands eftir að hafa verið í Myanmar. Það er allt svo tötralegt og gamalt og lúið þar enda hefur verið viðskiptabann þar í mörg undanfarin ár. Það er miklu meiri fátækt þar en í Thailandi og ótrúlega margir betlarar á götunum og mörg börn sem ekki virðast vera í skóla. Þar eru skólar víða tvísetnir og fá börnin þá 4 tíma kennslu á dag. Freyja varð eftir í Bangkok og ætlar áleiðis heim á morgun (eða það höldum við, en það er aldrei að vita hvar hún beygir af leið) með viðkomu í Ohman þar sem vinkona hennar frá Kenya er og bíður hennar. Síðan fer hún til Bretlands og hittir þar fleira fólk og hún var jafnvel að hugsa um að skreppa til Birmingham og skoða sig um þar, því hún verður þar næsta vetur við mastersnám. Á morgun vill svo skemmtilega til að Jórunn flýgur með okkur heim til Íslands sem flugfreyja og hlökkum við mikið til að hitta hana. En sem sagt ævintýrið búið í bili og eigum við eftir að vinna úr þessari lífsreynslu sem þessi ferð var svo sannarlega og á nú Freyja að hluta til heiðurinn af því að við fórum hana. Takk Freyja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home