þriðjudagur, júní 19, 2012

Yangon

Já við erum komin til Myanmar á hótel sem heitir Classique Inn og það er lítið sætt hótel sem Freyja fann á netinu og valdi eftir umsögnum gesta sem höfðu verið þar. Við erum nú ekki einu gestirnir þar eins og á því síðasta sem við gistum á, en hér eru bara 6 herbergi fyrir gesti voða "kósý". Dagurinn í gær fór allur í ferðalag og við fengum skutl út á völl á pallbíl sem hótelstjórinn reddaði. Annars gekk ferðalagið vel hingað það var reyndar voða fyndið að leigubílstjórinn sem ók okkur á milli flugvalla i Bangkok spurði hvort við vildum fara hraðbrautina sem við vildum og þurfti hann að stoppa þrisvar á leiðinni til að borga veggjald sem var veitt upp úr buddunni okkar í hvert skipti og síðan var rukkað á kílómetrann ákveðið gjald og að auki 50 Baht fyrir bílstjórann. Allt í allt greiddum við 500 Baht fyrir aksturinn (45 km) sem margfaldast með 4 = 2000 ísl. kr. Þá er það dagurinn í dag. Við fengum okkur leiðsogumann í allan dag sem fór með okkur um borgina og sýndi okkur það markverðasta og við notuðum óspart leigubílana til að fara á milli. Leigubílarnir er sérstakur kafli út af fyrir sig og alveg ótrúlegt að þeir skuli yfirhöfuð aka. Bílbelti hvað er nú það? Okkur finnst við vera í stöðugei lífshættu þegar við stígum upp í þessa bíla. En við erum enn næstum ósködduð en Oddur datt allhressilega þegar við vorum að skoða stóru pagóðuna Shwedagon í dag eftir enga smávegis rigningu því þá urðu flísarnar svo hálar og hann varaði sig ekki á því. Stóra táin rakst í þrep og er hún núna tvöföld. Það hefði ekki getað verið minna. Við fáum heilmikið út úr því að vera með leiðsögumann hann segir okkur frá daglegu lífi og ýmsu sem maður fær ekki upplýsingar um nema að tala við heimamenn. Við fylgjumst með Aung San Suu Kyi sem var í fyrsta skipti að fara úr landi eftir 24 ára stofufangelsi og við fórum að skoða húsið hennar þar sem hún var geymd. Oddur og Freyja vilja núna fara út að borða svo ég læt þetta duga núna. Meira á morgun já og til hamingju með kvenréttindadaginn í dag stelpur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home