föstudagur, júní 15, 2012

Mae Sot

Dagurinn í dag fór í að aka til Mae Sot þar sem Freyja hefur verið við störf. Það tók hálfan dag og á leiðinni sprakk á bílnum svo pabbi fékk tækifæri til að skreppa út í skóginn og mynda og skoða skordýrin sem er að finna hér í miklu magni og fjölbreytileika. Hér býr fjöldinn allur af fólki frá Burma sérstaklega ung fólk sem hefur ekkert vegabréf og er í rauninni fast hér vegna þess. En á leiðinni hingað var greinlega passað upp alla vegfarendur því við fórum í gegnum 3 hlið þar sem kíkt var inn í bílinn og athugað hvort við værum frá Burma en við litum ekkert sérstakleg þannig út :-) Til og frá Mae Sot er aðeins einn vegur og það er eins og að koma tugi ára aftur í tímann að koma hér. Við byrjuðum á að leigja okkur hjól til að komast um en það eru engir leigubílar hér t.d. Ég veit ekki hvernig við eigum að komast út á flugvöll þegar við förum á mánudag? En það kemur bara í ljós þegar þar að kemur. Við heyrumst á morgun og þá get ég vonandi sagt frá einhverjum ævintýrum sem verða mjög sennilega það sem eftir lifir kvöldsins.

1 Comments:

At 16/6/12 9:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fylgjast með ferðum ykkar
og gangi ykkur sem allra best,
kærar kveðjur til Odds og Freyju
og þakkir til Freyju fyrir kortin.

Kveðja Jens.

 

Skrifa ummæli

<< Home