þriðjudagur, júlí 12, 2011

Snæfellsjökull

Annan daginn var himneskt veður og nú var haldið á jökulinn. Vorum við rétt um þrjá tíma upp með nokkrum hléum á hálftíma fresti. Guðmundur Finnur sá um að hraðinn hentaði öllum og kom öllum heilum og höldnu upp á topp þar sem staldrað var við. Nestið var borðað og myndir teknar ásamt því að nokkrir ofurhugar príluðu upp á sáturnar sem sjást svo vel á heiðskírum dögum.
En myndirnar tala sínu máli. Gjörið svo vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home