þriðjudagur, apríl 26, 2011

Ítalía - Róm

Hæ hæ

Jæja nú kemur lítið blogg frá Ítalíu. Við Oddur, Jórunn og Freyja sem kom og hitti okkur frá Nariobi í Kenya erum búin að rölta hreint um alla Rómaborg og skoða gamlar minjar frá tveimur síðustu öldum. Hefur þetta verið allfróðlegt og ágætt að rifja svona upp gömlu söguminningarnar frá því í skólanum. Ég var nú reynar aldrei neitt sérlega fyrir sögu og gremst nú yfir þessu áhugaleysi mínu þá. En við höfum verið heppin með veður og stóðum við á torginu fyrir fram páfann við Péturskirkjuna á páskadag í himnesku veðri og hlustuðum á hann þar sem hann las yfir okkur á latínu. Þar sem við stóðum og hlustuðum lítur Jórunn dóttir mín við og segir "Dóra" og það var Dóra sem var þarna í 4 daga að skoða Rómaborg eins og við og er hún vinkona Þóru vinkonu Jórunnar. Tilviljanirnar eru á hverju strái. Við hittum hana þrisvar af tilviljun þennan sama dag hvort sem þið trúið því eða ekki. Róm er ekki stór.


En nú er Jórunn farin heim að sinna mikilvægum erindum en við Freyja og Oddur héldum áfram ferð okkur í dag suður á bóginn eftir að hafa leigt bíl í Róm og ekið Jórunni út á flugvöll (án GPS-tækis) og skoðað Herkúlaneum - borgina sem grófst í eðju frá Vesúsíusi árið 79 eftir Krist. Það var mjög sérstakt að standa þarna í uppgrafinni borginni og ímynda sér hvernig þetta var. Vesúvíus sýndi ekki á sér toppinn í kvöld en við vonumst til að geta ekið upp á fjallið og skoðað gíginn á morgun. Þá ætlum við að skoða Pompeii líka en hún varð fyrir gjóskufalli sama ár og hin borgin. Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og verið ánægjuleg og fróðleg ferð, en Oddur er að koma til Ítalíu í fyrsta sinn.


Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í tölvu í ferðinni og myndavélin mín gafst upp í fyrradag svo það verða engar myndir núna. Blogga kannski meira seinna en við komum heim á laugardagskvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home