fimmtudagur, apríl 14, 2011

The Hill of Crosses

Morgundagurinn hófst á ferð að "hæð krossanna" en Ásta tók að sér að aka okkur þangað sem er í um 12 km fjarlægð frá Sólarborginni Siauliai. Það var stórkostlegt að sjá alla þessa krossa þarna, þeir skiptu þúsundum. Fólk kemur með krossa og setur þarna á hólinn til að höndla hamingjuna og óska sér og sínum alls góðs. Þetta tengist eitthvað undirokun Sovétríkjanna frá því 1863. Á leiðinni sáum við stork upp á ljósastaur og á árbakkanum fyrir neðan hæð krossanna sem var mjög athyglisvert fyrir mig alla vega því ég hef ekki séð stork úti í náttúrunni fyrr. Hér er smásýnishorn af krosshæðum.



Eftir hádegið var ráðstefna um samskiptaverkefni og voru fluttir fyrirlestrar um ýmis verkefni sem unnin hafa verið hér í Litháen og svo voru einnig erindi frá okkur sem erum í Nordplus verkefninu. Ég sagði þeim frá lestrarverkefninu okkar á eTwinning. Voru ábyggilega mörg fróðleg erindi flutt þarna en við skildum þau bara ekki öll því sum voru flutt á litháensku :-(


Næst á dagskrá var náttúrugripasafnið og fengum við að flétta körfur úr náttúrulegum greinum og auðvitað að skoða safnið. Við fórum líka til skartgripahönnuðar sem vinnur skartgripi úr rafi (amber) og sáum þar flotta hönnun o.fl. Síðan fórum við í súkkulaðibúð sem er í tengslum við verksmiðju og keyptum smá súkkulaði, en Litháar eru miklir súkkulaðigerðarmenn sem og Lettar. Að lokum var farið út að borða sem var svona lokamáltíðin í Litháen því í fyrramálið um 6 leytið förum við í 4 tíma rútuferð til Preili í Lettlandi og þar verður stíf dagskrá fram á kvöld. Með okkur í ferðinni verða tæplega 30 krakkar frá Litháen sem fá að heimsækja nemendur í Preili sem hafa verið að vinna sama verkefnið í Nordplus.

Veðrið hefur leikið við okkur í dag og í gær. Sólin skín í sólskinsborginni sem er 4 stærsta borgin í Litháen með um 130 þús íbúa. Það er þó ekkert sérlega heitt ennþá þótt sólin skíni. Við höfum aðeins rölt um bæinn í dag og skoðað kirkjuna og Sundial Square þar sem 18 m há súla trónir á miðju torginu með gylltum dreng "Saulys" (the Archer) sem heldur á boga og ör og er tilbúinn að skjóta. Það er sagt að nafnið á borginni hafi dregið nafn sitt af þessari styttu allt frá 13. öld.






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home