laugardagur, apríl 16, 2011

Preili og Riga

Ekkert net = ekkert blogg.


Gistingin í sumarhúsinu bauð ekki upp á blogg í gær svo það verður tveggja daga blogg í dag, laugardag frá Riga, en þangað erum við nú komnar á leiðinni heim. Dagskráin í gær var þannig að við lögðum af stað með rútu og 27 krökkum og nokkrum kennurum þeirra til Preili sem er í Lettlandi og var það 4 tíma rútuferð með einu passaskoðunarstoppi og einu klósettstoppi. Sveitin í Lettlandi býður ekki upp á vegasjoppur, aðeins örfáar bensínstöðvar þar sem bensínverð er svipað og hjá okkur. Var þetta eins og að fara hálfa öld aftur í tímann miðað við Ísland. Við sáum eintóma akra og fátæklega bóndabæi með storkahreiðrum við nánast hvern bæ.






Í Preili búa 8000 íbúar og skólinn sem við heimsóttum var einu sinni stærsti skóli í Lettlandi með 1000 nemendur en nú eru þar aðeins um 500 nemendur og fer fækkandi. Fólk flytur í burtu og leitar sér að vinnu annars staðar í heiminum. Eins og alls staðar var mjög vel tekið á móti okkur og veisluborðið beið okkar eftir að nemendur í þjóðbúningum buðu okkur velkomin í anddyri skólans með flottu dansatriði. Nemendur voru á aldrinum 6 til 10 ára og voru afar flínk og fim í dansinum.


Elín tók að sér föndrið og ég sýni kynninguna hans Odds og tengdi hann við skólastofuna þar sem nemendur fengu tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. Gekk þetta allt saman upp að vanda og á eftir var heilmikil sýning í hátíðarsal sem nokkurs konar lokaatriði á verkefninu um Rainbow of the Folkelore. Fulltrúar landanna afhentu dúkkurnar sem hvert land fær til eignar. Lettnesku og litháensku nemendurnir skemmtu okkur með flottum sýningaratriðum í leik, söng og í dansi. Eftir það skoðuðum við dúkkusafn og leirkeragerð í Preili. Á leiðinni í sumarbústaðinn sem við gistum í um nóttina í Algona skoðuðum við kirkjuna sem páfinn heimsótti 1993 og þorpsbúar eru afar stoltir af.



Einnig fórum við á stað þar sem búið er að búa til alls kyns tákn (líkneski) tengt biblíunni úr trjám. Um kvöldið þegar orðið var dimmt var settur á svið óvæntur atburður sem gestgjafar okkur höfðu undirbúið en það var að senda lifandi ljós upp í loftbelgjum og óska sér einhvers um leið, en Lettar eru mjög hjátrúarfullir. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og áhugavert og erum við búnar að upplifa margt óvænt, fróðlegt og skemmtilegt í ferðinni okkar. Við hlökkum til að koma heim á morgun og deila þessari reynslu okkar með öðrum.



Í gönguferðinni okkar í Old Riga í dag sáum við þessa fallegu styttu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home