fimmtudagur, júní 14, 2012

Matreiðslunámskeið

Í dag var heitt næstum of heitt, alla vega hefði ég verið til í 15 gráðu minni hita. En í dag fórum við á markað með alls kyns trjávörur frá húsgögnum niður í sleifar og krúsir. Tælendingar eru mikid fyrir að mála trjávörurnar sínar med gylltum lit og eru þetta mjög ofskreyttar vörur sem falla ekki i kramid hjá mörgum. Við röltum þarna fram og aftur hálfmeðvitundarlaus í hitanum og vorum fegin þegar bílstjórinn okkar kom og sótti okkur á umsömdum tíma til að fara með okkur á matreiðslunámskeið. Fyrst fór kennarinn með okkur á markaðinn að finna vörurnar sem við elduðum úr, síðan var ekið sem leið lá að skólanum sem reyndist vera heima hjá henni aðeins utan við bæinn. Þar var elduð fjórréttuð máltíd og má segja að það er nú ekki ýkja erfitt að elda svona ef maður bara kann það. Var þetta ekki flott sagt? En þetta var skemmtilegt og fróðlegt og alltaf gaman að komast í návígi við innfædda og spjalla við þá. Ekki er meira að segja að þessu sinni en á morgun flytjum við okkur um set og ökum til Mae Sot þar sem Freyja hefur dvalið í Tælandi. Það tekur um fimm tíma að aka þangað og verðum við með bílstjóra frá Chiang Mai sem flytur okkur. Nú erFreyja að raða upp í Catan spilið sem hún er að kenna okkur svo það er eins gott að setja sig í stellingar því hún vann okkur í gær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home