mánudagur, júní 11, 2012

Chiang Mai

Komum í dag til Chiang Mai í Norður Tælandi. Þetta var langt og strangt ferðalag sérstaklega þar sem lítid var sofið í vélinni. En við hittum Freyju a flugvellinum í Bangkok og flugum síðan saman hingað norður og vorum Við búin að panta hótel dálítið fyrir utan borgina til að dvelja þar í 4 daga. Lítið og sætt hótel sem kanadísk kona rekur. Við fórum í bæinn þrátt fyrir lítinn svefn síðustu nótt og skiptum peningum en hér eru notuð bath sem jafngildir 4 ísl. krónum. Einnig fengum við okkur að borða á indverskum veitingastað og Oddur pantadi að láta sauma a sig þrennar buxur og skyrtur sem hann fær áður en við förum héðan á föstudag og Freyja fær sér pils. Við fórum í fiskspa við Freyja en Oddur þorði ekki :-). Fisk-spa er þannig að maður stingur fótunum ofan í vatn með fiskum sem heita Garra Rufa en það eru litlir fiskar sem koma frá heitum uppsprettum í Tyrklandi og þeir narta í fæturna á manni og éta dauða húð af þeim. Það var mjög skrýtin tilfinning þegar þeir nörtuðu í mann svo tugum skipti. Það er regntímabil hérna núna og fengum við aðeins að smakka aðeins á því í dag en það rignir ekki stanslaust heldur koma svaka dembur sem standa tiltölulega stutt en það kemur mikið magn. Skrifa meira á morgun. Orðin ótrúlega þreytt. Kolla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home