miðvikudagur, júní 20, 2012

Twante

Það var vaknað snemma í morgun því nú var ákveðið að fara yfir fljótið Yangon sem rennur í gegnum borgina og heimsækja þorpið Twante. Twante liggur í suðvestur frá Yangon og við þurftum að taka ferju yfir fljótið og síðan var samið við einn bíleiganda hinu megin árinnar um að aka okkur til Twante sem liggur í margra km fjarlægð frá ánni. Þetta reyndist hin mesta ævintýraferð, vegirnir ótrúlega vondir, það gerði nokkrum sinnum úrhellisrigningu og viti menn við skoðuðum eina pagóðuna enn þrátt fyrir mótmæli um að við værum búin að sjá nóg af þeim. Þetta er greinilega það sem á að sýna ferðamönnum þegar þeir koma í heimsókn. En okkur finnst alveg nóg að sjá eina :-) Við fengum að fara inn í eitt húsið (við köllum þetta nú ekki hús) stráhús sem var nýlega byggt og þar bjuggu 8 manns og húsið var svona um 30 fermetrar eða svo að stærð. Þar tók búddalíkneski um 1 fermetra af gólfplássinu í þessu litla húsi. Það var vatn undir húsinu og bambusstangir til að feta sig inn í húsið og við Oddur þorðum ekki inn því við vorum svo hrædd um að fara í gegnum gólfið :-( Einnig skoðuðum við skóla á leiðinni sem var mjög athyglisvert, en Japanir höfðu gefið bygginguna og þarna voru 320 börn á aldrinum 4 til 13 ára og um 35 börn í hverri deild. Í einum bekknum var verið að kenna ensku en það er nýbyrjað að kenna hana aftur í grunnskólum eftir langan tíma. í gær keypti ég mér longyi. En það eru allir í pilsum (longyi) bæði konur og karlar og það er mjö skrýtið að sjá þetta en þetta er einkennisklæðnaður í Myanmar og fann ég skemmtilega sögu á netinu um þennan klæðnað. http://www.legalnomads.com/2010/09/why-i-love-my-burmese-longyi.html Nú er Freyja búin að fá samband við mann hjá NLD National League for Democracy þar sem Aung San Suu Kyi stendur fyrir hér í Maynmar. Nú er Freyja að undirbúa sig fyrir viðtalið og er mjög spennt að fá efni í greinina sína sem hún er að undirbúa fyrir fréttablaðið. Annars er ástandið á fólkinu bara gott við erum reyndar hætt að telja moskítóbitin en þau eru mörg, sérstaklega á Oddi, en vonandi eru flugurnar sem stungu okkur lausar við malaríu-bakteríuna :-( En kláðinn er stundum óbærilegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home