laugardagur, apríl 19, 2014

Saint Rémy -1. hjóladagurinn

Dagurinn lofaði góðu, sólin skein og ekki ský á himni þegar við vöknuðum í morgun en það var skratti kalt og þó nokkur gola. Við sóttum hjólin snemma um morguninn og fórum svo að skoða páfahöllina og það var engin röð þegar við komum svo við renndum okkur í gegnum þessi glæsilegu húsakynni sem byggð voru snemma á 14. öld. Við löfðum síðan af stað upp úr 12 og dagleiðin varð 30 km og komum við til hótelsins sem við gistum í núna um 4 leytið. Hjólaferðin var dásamleg, golan í bakið og leiðin flott. Hjólað var fram hjá vínekrum, olífuekrum og fleiru sveitalegu sem við kunnum ekki skil á og nutum við heldur betur lífsins eða eins og Freyja sagði við notuðum gjörhyglina. Töskurnar voru komnar á hótelið þegar við komum svo við komum okkur fyrir og gengum síðan í bæinn til að líta á mannlífið og umhverfið. Þetta er lítill bær með 10 þús. íbúum og það er mikið um rómverskar fornminjar sem tengjast sögu bæjarins. Um kvöldið fengum við 5 réttaða máltíð við hvítdúkað borð og var maturinn algjört sælgæti. Svo nú liggjum við nánast afvelta og spjöllum og njótum lífsins. Er hægt að hafa betra?
Til að gefa ykkur smáinnsýn í lífið hérna hjá okkur þá læt ég nokkrar myndir fylgja með í lokin.









0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home