laugardagur, mars 30, 2013

Aftur í Lissabon

Í gangstéttarkaffihúsi í dag í Coimbra.
Þá erum við aftur komin til Lissabon. Coimbra kvaddi okkur í dag með fyrsta sólardeginum á meðan á dvöl okkar stóð og yndislegu veðri svo okkur gafst tækifæri til að skoða gangstéttarkaffihúsalífið :-). 






 








Annars fengum við okkur góðan göngutúr yfir Mondego ána sem flæðir nú yfir bakka sína og útvistarsvæði þar í kring enda er ekkert búið að rigna smávegis undanfarið. Við skoðuðum útivistarsafn með "miniature" húsum frá ýmsum stöðum í heiminum (Hub of portuguese Culture and Heritage) sem var nokkuð fróðlegt og skemmtilegt í þessu góða veðri. Það hefði verið gaman að hafa strákana með.



Háskólinn upp á hæðinni og áin Mondego.
 Síðan tókum við lestina til Lissabon en ferðin tók um tvo tíma þangað. Núna erum við komin á 12. hæð í hóteli nálægt svæðinu þar sem EXPO 98 var haldin á dögunum. Ég er pínu lofthrædd en læt mig hafa það svona eina nótt. Á morgun höldum við til London að hitta Freyju og verðum þar þangað til á mánudagskvöld er við fljúgum heim aftur.





Í rigningunni í Coimbra
Í gær náði ég ekki að blogga eftir daginn en við rigndum næstum niður eftir hálfan dag og flúðum inn á hótel til að þurrka okkur. Við fórum samt í "sight seeing" sem tók klukkustund og sáum þá ýmislegt sem við vildum skoða aftur þar á meðan mjög flottan garð en einmitt þegar við vorum þar byrjaði að rigna svo við skutumst inn á kaffihús en ekki hætti rigningin svo við létum okkur hafa það og vorum svona á röltinum fram eftir degi. Síðan fórum við í messu í kirkjunni í göngugötunni (já alveg satt) og þar fór fram skemmtileg "leiksýning" ef það má orða það svo.  Ekki sátum við alla messuna en svona framan af því við vorum forvitin að sjá hvernig þetta færi fram og svo langaði okkur að heyra tónlistina og það var engin rigning inni :-).
Þetta er búið að vera fín ferð og fróðleg og hefur liðið hreint alveg ótrúlega fljótt. En minningarnar geymast og hugmyndin er að koma þessu áhugaverða viðfangsefni áfram til menntakerfisins eins og mögulegt er og voandi kemst það í framkvæmd með tímanum.

 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home