föstudagur, mars 29, 2013

Vinnubúðir - lokadagur

Nú er vinnubúðunum lokið og það var svo mikið á dagskrá alla dagana að það gafst varla tími fyrir kaffihlé.
Þessa setningu náði ég að skrifa í gær áður en netið gaf sig. Nú sit ég í "lobbyinu" að morgni næsta dags til að ná sambandi og er ekki hress með að geta ekki verið á herberginu við slíka iðju á fjögurra og hálfrar stjörnu hóteli því það á að vera netsamband sem maður þarf ekki að greiða fyrir.
Nóg um það, í samantekt í lok gærdagsins var farið yfir það sem tekið var fyrir á ráðstefnunni og eru allir mjög bjartsýnir um að hægt sé að vekja athygli menntamanna á að það sé nauðsynlegt að koma þessum fræðum inn í skólastofuna til ungu kynslóðarinnar því það er hún sem tekur við taumunum eftir nokkur ár og þá þarf hún að hafa þessa vitneskju um hvert stefnir sem vonandi verður ekki alltof seint, þótt seint sé nú þegar að mati margra vísindamanna.  Nú ætlum við að mæla göturnar hér í bænum og athuga hvað við sjáum markvert. Reyndar eru öll húsin hér svört af einhverju sennilega sveppi eða skófum og er það ekki fallegt. Það er greinilega mikill raki hér eins sést hefur síðustu daga. Á myndinni hér fyrir neðan er Oddur á göngugötunni í gærdag, skírdag.


Hér er svo myndband af ísgerð sem sýnd var við lok síðasta dags og er það í takt við vísindin sem fjallað var um í hópnum.

Þetta er myndband af hópnum sem sett var saman í lok vinnubúða.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home