þriðjudagur, apríl 15, 2014

París í dag

Það var farið snemma á fætur í morgun eins og venjulega þegar flogið er frá Íslandi en fyrir vikið vorum við komin eftir þriggja tíma flug til Parísar en þar sem klukkan er tveimur tímum á undan hér var hún rétt um eitt leytið. Sól og tíu stiga hiti reyndist vera í borginni svo það væsti ekki um okkur. Freyja var búin að leigja íbúð fyrir okkur í miðborginni rétt við kirkju hins heilaga hjarta. Við tókum lest og "metróinn" til að komast á staðinn sem gekk mjög vel og var eins og við höfum aldrei gert annað. Anna Maria eigandi íbúðarinnar tók á móti okkur og sýndi okkur svona hitt og þetta í henni. Íbúðin er tveggja herbergja upp á fjórðu hæð og engin lyfta :-( Dagurinn fór svo í rölt og nánasta umhverfi skoðað eins og heilaga kirkjan og mannlífið á götunum.

Flugvöllurinn í París Charles de Gaulle

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home