miðvikudagur, apríl 16, 2014

Tvisvar í öfuga átt

Dagurinn í dag var tileinkaður Versölum þar sem Lúðvíkarnir nr. 14, 15 og 16. bjuggu á 15., 16.og 17. öld. Ekkert okkar hafði komið þangað áður svo við vorum afar eftirvæntingarfull. Veðrið lék svo sannarlega við okkar en sólin fór ekki a bak við ský allan daginn svo Oddur fékk að kenna á því en húfan gleymdist heima. Nú vitum við heilmikið um Maríu Antoníettu konu Lúðvíks 16. en hún kom frá Austurríki og gefin Lúðvík sem eiginkona til að tryggja friðinn milli landanna. Á leiðinni þangað tókst okkur að taka lestina í öfuga átt og einnig tilbaka þá fórum við í öfuga átt í Metrónum. Nú hljótum við að vera orðin vel sjóuð í þessum ferðamáta. En það kemur í ljós :-)
Versalir sviku ekki, þvílíkt flott svæði og við skoðuðum líka hallirnar þeirra Maríu og Lúðvíks og þar var greinilega ekkert sparað. 

Séð yfir garðinn í Versölum.

Bak við Freyju sjáum við höllina hans Lúðvíks.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home