fimmtudagur, apríl 17, 2014

Rölt í París

Í dag var rölt um París og bara látið ráða hvert farið var, en stefnan var tekin á Luxemborgargarðinn en okkur líkar mjög vel við fallega garða með flottum trjám þar sem hægt er að horfa vítt yfir. Ekki sveik garðurinn og var hann reyndar fullur af fólki sem angraði okkur ekkert. Sest var á kaffihús a.m.k. tvisvar til að fá sér hressingu yfir daginn og við bara nutum lífsins í botn. Við gengum meðfram ánni Signu, skoðuðum hjá Notre Dam en fórum ekki inn, einnig komum við að Louvre safninu og horfðum á margra metra langa röð sem beið eftir að komast inn. Þetta var afslappaður og notalegur dagur sem við vorum mjög ánægð með. Á morgun tökum við hraðlestina til Avignon og hefjum hjólatúrinn.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home