föstudagur, apríl 18, 2014

Avignon

Þá erum komin til Avignon í Frakklandi. Það tók tæpar þrjár klukkustundir að komast frá París með hraðlest á svæðið. Í Avignon búa rúmlega hálf milljón manns. Við gengum um svæðið innan bæjarmúranna eftir að við komum og tók það ekki langan tíma, við skoðuðum páfahöllina sem er nú helsta aðdráttaraflið hérna. Hún er notuð fyrir ráðstefnur og var byggð á 14. öld og er stærsta gotneska höllin í Evrópu. Áin Ron rennur meðfram bænum breið og falleg með mörgum brúm. Þar er hálf brú sem liggur út í ána sem byggð var fyrst á 13. öld og endurbyggð síðan mörgum sinnum aftur vegna flóðaeyðileggingar fram á 17. öld. Hún er nú ein af vinsælum ferðamannastöðum hér um slóðir. Freyja er mjög dugleg að finna góða veitingastaði sem tripadviser ráðleggur og er vel gert við okkur í mat daglega. Við erum að verða búttuð og sælleg og eins gott að hjólatúrinn byrji á morgun.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag þar sem við erum á röltinu.





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home