mánudagur, mars 23, 2015

Vinjales - 27. febrúar

Í dag heimsóttum við Vinjales dalinn og  Love and Hope community fyrir mongólíta/vangefin börn og fullorðna en það er skóli með rúmlega 20 nemenda á aldrinum 9 ára til 58 ára.
Við hjóluðum í Vanjeles dalnum sem er um 12 km og til baka. Við heimsóttum vindlaverksmiðuna hans Petros en hann býr hér rétt í nágrenni hótelsins og vefur 80 - 100 vindla á dag. Hann hefur meira að segja vafið vindil fyrir páfann því hann sagðist eiga vin sem er vinur páfans. Hann sýndi okkur hvernig hann býr til vindil og síðan fengu þeir sem vildu að prófa. Það var mjög gaman að skoða Vinjales dalinn en hann er umkringdur hvítum molotes sem eru kalksteinsfjöll frá Júratímabilinu sem rigning og veður hafa mótað til. Fídel lét á sínum tíma mála risastórt málverk á klettana til að auka ferðamannastrauminn og var það ekki í þökk heimamanna.

Síðan hjóluðum við að helli nokkrum sem við ætluðum að skoða og fara í bátasiglingu en það var of löng biðröð sem beið eftir að fara í skoðunarferð um hellinn svo við nenntum ekki að bíða og fórum í annan helli skammt frá þar sem þrælar sem höfðu flúið frá sykurreyrplantekrum földu sig.


Við ferðumst á tveimur rútum þar sem önnur er fyrir okkur en hin fyrir hjólin og er þeim troðið inn í hana þegar við erum ekki að hjóla og þurfum að ná einhverri áætlaðri dagskrá sem bíðu rokkar. Við hefðum viljað hjóla meira en við höfum gert og höfum við látið það í ljósi svo vonandi fáum við að hjóla meira þessa tvo daga sem eftir eru.

Þetta hefur verið ævintýri líkast að kynnast Kúbu á þennan hátt og upplifa með leiðsögumanninum og bílstjórunum tveimur lífið og tilveruna í landinu og spyrja þá þegar maður vill fá að vita eitthvað.  T.d. fá kennarar 10 CUC á mánuði sem er um 1500 kr. En þeir fá skömmtunarmiða fyrir öllum nauðsynjum sem þeir þurfa og ókeypis læknisþjónustu, lyf, menntun svo eitthvað sé nefnt þannig að kannski þurfa þeir ekki á meiru að halda????? Eða hvað?????


Landbúnaðar- og tóbaksframleiðendur fá t.d. "allt" sem þeir þurfa frá ríkinu til framleiðslunnar og einnig fá þeir laun en ríkið fær svo ákveðinn hluta af framleiðslunni og allt sem er framleitt umfram það fær framleiðandinn að nota til eigin þarfa eða selja það öðrum. Er þetta ekki hvatning til að gera vel?????
Það er tvenns konar miðill í landinu CUC (1 US dollari eða 130 kr.) og svo pesos sem er 24 sinnum verðmeiri. það kostar t.d. ekki nema 80 kr. fyrir foreldra að greiða mat fyrir barnið í skólann.










0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home