mánudagur, mars 23, 2015

San Diago De Los Banos

26. febrúar 
Í dag fórum við í orkedíugarðinn þar sem við fengum leiðsögn garðyrkjufræðings. Það var mjög svo fróðlegt og upplýsandi. Þarna var að finna mörg hundruð tegunda orkidea sem eru aðfluttar víðsvegar að úr heiminum. Einnig var þarna mikill fjöldi trjátegunda og annarra jurta sem eru notaðar sem skraut í garðinum. Eftir það skoðuðum við foss en það var ekki mikið vatn í honum vegna þurrka en rjóðrið var fallegt og friðsælt og ekki þurftum við að kvarta yfir veðrinu en það var reyndar mistur eða þoka um morguninn sem fljótleg vék fyrir sólinni og hitinn var rétt um 30 stig C. EFtir það voru hjólin sett í rútuna og ekið af stað til næsta dvalarstaðar sem var SAN Diego de Los Banos sem staðsett er við fjöllin Sierra Fel Rosario og gistum við á hótel Mirador. Það varð smámisskilningur hjá okkur og leiðsögumannsins en það var á áætlun að við ætluðum að hjóla hluta leiðarinnar en fararstjórinn misskildi og ók beint á hótelið án þess að stoppa. Þannig að við hjóluðum í nágrenninu út í fuglagarð og trjágarð og komum svo við á leiðinni til baka á búgarði og fengum hressingu þar. Margs konar ávexti sem teknir voru beint af trjánum, djúsi úr kókoshnetum og guava. Við fengum óvænt nýjan leiðsögumann sem stýrði þessu öllu af mikilli snilld án þess að um væri beðið og fékk hún að launum mánaðarlaun kennara á Kúbu sem eru 10 CUC eða um 1500 kr. íslenskar. Um kvöldið var salsanámskeið fyrir hópinn og svo máltíð undir beru lofti þar sem moskítóið hafði áheftan aðgang að okkar leggjum og handleggjum.




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home