þriðjudagur, mars 31, 2015

Íslendingar eru víkingar!!

Ekki er of sögum sagt af áræði og víkingablóði Íslendinga það virðist blunda í okkur enn þann dag í dag. Við hjónin leigðum okkur hjól í gær og í dag var svo lagt af stað út á landsbyggðina eftir að hafa lagst yfir kortið og fundið nokkra smábæi sem gaman væri að skoða. Þetta gekk mjög vel framan af þar sem vindurinn var í bakið og sólin skein annað slagið á okkur en svo versnaði í því  þegar leið á daginn og vindurhviðurnar fóru upp í 29 m á sek. Oddur snerist einu sinni í hring og ég fór oft út af stígnum. Þetta ku vera angi af Mikael fellibylnum sem geisað hefur um Evrópu undanfarið og gert fólkinu lífið leitt. Hjólaðir voru tæplega 50 km við þessar aðstæður og var frúin heldur slöpp þegar heim kom. Við hjóluðum nánast allan tímann með vindinn á móti okkur. En heim náðum við og vorum heldur hress með okkur af þessum árangri. Krafturinn var ekki meiri en svo að við rétt skriðum út í næsta veitingastað sem heitir því fallega nafni "Burger King" og keyptum okkur í svanginn. Ég held að þetta sé í 3 sinn sem ég fer á svona stað á ævinni. Annars er gróðurinn að springa hér út, víðikettlingar eru komnir á trén og annað brum, skordýrin sjást víða þrátt fyrir rokið og er greinilega ekki langt í vorið.

Skilti fuku um koll....
... eða skekktust...

 ... trén brotnuðu...
... og við fengum okkur kaffi og meðíð....
Beðið af sér í skjóli á meðan hryðjan gengur yfir.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home