laugardagur, apríl 04, 2015

Úti í náttúrunni

Vinnustofan endaði á gönguferð úti í náttúrunni hér í nágrenni Hannover með Reiner, skólastjóra Waldorfskólans sem fararstjóra sem hluti af hópnum fór í dag. Hinn hlutinn var svo önnum kafinn að hann gaf sér ekki tíma til að taka þátt eða gat það ekki einhverra hluta vegna. 15 manna hópur tók lest til Sonnenborstel sem tók um 30 mínútur og þar gengum við um svæði í um 5 tíma og skoðuðum jökulafurðir, mó, mýri og fugla. Veðrið var okkur hliðhollt og lét sólin sjá sig stóran hluta tímans. Við gengum um skóg þar sem fjöldi stórra trjáa hafði fallið í vindinum um daginn þegar við Oddur fórum í hjólaferðina góðu. Stóðu ræturnar upp í loftið og sást vel hve grunnt þær rista í jarðveginn svo það er ekki að undra að þær láti undan í slíku roki.
Það sem mér er efst í huga eftir þátttökuna í vinnustofunni núna er að við kennarar/foreldrar þurfum að láta til okkar taka og fræða nemendur um viðfangsefni sem tengjast heimskautunum og kynna þeim hve mikilvægu hlutverki þau hafa að gegna á jörðinni varðandi vatnsforða, veðurfari og hvernig þetta tengist loftslagsbreytingum, Það eru þeir sem erfa jörðina og þurfa að takast á við verkefni sem tengjast loftslagsbreytingum og öðrum breytingum sem við erum að sjá núna á jörðinni.  Hvernig gerum við það? Góð spurning. Þessi hópur sem vann núna saman veltir þessu líka fyrir sér og er að leita leiða til að færa heimskautavísindin inn í skólastofuna meira en gert er nú. Verið er að finna styrki til að fræða hjálpa kennurum að mennta og fá fleiri áhugasama í hópinn okkar.

Mótekjubóndabær skoðaður, mörg hundruð 
fermetrar af landi eru þarna teknar undir mótekju.

Nýfallið tré.

Þeir eru flottir þessir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home