þriðjudagur, júlí 12, 2011

Snæfellsnesið annað árið í röð

Borgnesingahópurinn dvaldi í Böðvarsholti annað árið í röð og hélt áfram strandgöngu sinni og nú var norðanvert Nesið skoðað og Sæmundur Kristjánsson rifsari leiddi okkur inn í sögu verbúðanna. Einnig var gengið á Snæfellsjökulinn. En ferðin hófst á því að Grettisbæli í Fagraskógarfjalli var klifið í indælis veðri og Landbrotalaugin síðan skoðuð á leiðinni á Nesið.
Hér eru myndir frá fyrsta deginum.

Snæfellsjökull

Annan daginn var himneskt veður og nú var haldið á jökulinn. Vorum við rétt um þrjá tíma upp með nokkrum hléum á hálftíma fresti. Guðmundur Finnur sá um að hraðinn hentaði öllum og kom öllum heilum og höldnu upp á topp þar sem staldrað var við. Nestið var borðað og myndir teknar ásamt því að nokkrir ofurhugar príluðu upp á sáturnar sem sjást svo vel á heiðskírum dögum.
En myndirnar tala sínu máli. Gjörið svo vel.

mánudagur, júlí 11, 2011

Snæfellsnes - þriðji dagur

Við fengum Sæmund Kristjánsson til að fara með okkur um ströndina frá Hólahólum út á Malarrif og segja okkur frá lífinu og tilverunni fyrr á árum þegar útgerð var mikil frá Nesinu.

föstudagur, júlí 08, 2011

Gengið á Snæfellsnesi norðanverðu

Borgarneshópur gengur hér öðru sinni á Snæfellsnesið. Komið var við á Dagverðará og síðan leiddi Sæmundur Kristjánsson okkur um gamlar verbúðir og fleira markvert sem gaman var að skoða og heyra frásagnir um. Myndirnar hérna fyrir neðan eru frá fjórða göngudeginum.





miðvikudagur, júlí 06, 2011

Barðaströndin á Vestfjörðum

Gönguhópurinn úr Breiðholtsskóla ásamt vinafólki mínu fór á Barðaströndina á Vestfjörðum að þessu sinni og skoðaði sig um þar í 5 daga. Hér er myndaafrakstur úr ferðalaginu. Við sluppum við rigninguna en fengum rokið og kuldann og var ekkert sérlega notalegt að gista í tjöldunum að þessu sinni. Enda sammæltist hópurinn um að gista næst í húsum að ári liðnu. En myndirnar tala sínu máli og þið getið giskað á hvað var gert og hvert var farið. Njótið.