mánudagur, september 07, 2015

Hjólað um Devon í Englandi

Dagur 1 
Við erum í hjólaferð um Suður England þar sem Oddur var sumarið sem hann var 17 ára að vinna hjá Fortescue í garðinum hans rétt hjá Yelverton. 

Aðfaranótt sunnudags vorum við hjá Freyju í London en hún er nýflutt í South East hluta Lundúnaborgar og býr þar með Maríu vinkonu sinni í þriggja herbergja íbúð sem þær leigja saman.

Við hófum svo ferðina á því að fara í ranga lest til Exeter frá London. en við vorum búin að kaupa okkur rándýra miða í hraðlestinaa sem fór 6 mínutum seinna en hefðbundna lestin og stoppaði á hundrað stöðum á leiðinni og við föttuðum það ekki fyrr en við vorum búin að sitja í lestinni í klukkustund og vorum að spá í af hverju hún væri að koma við í Bristol og af hverju sætin okkar voru ekki merkt okkur sem við bókuðum og að það væri ekkert borð til að sitja við sætin okkar eins og átti að vera. En þetta bjargaðist allt saman og við sátum klukkustund lengur í lestinni en við hefðum annars þurft.

Gæinn í hjólaleigunni var afar hjálpsamur og sagði okkur mörgum sinnum að þetta væri mjög hæðótt og erfitt að hjóla þetta og að það væri mikil umferð og varaði okkur við oft og sagði að við ættum að fara varlega.
Nú ferðin gekk bara bærilega, það voru vissulega brekkur en við svifum upp þær eins og ekkert væri enda hjólin ágæt. Við hjóluðum um svokallaða B vegi sem voru ekki hraðbraut en samt svona með einhverri bílaumferð.


Það tók okkur þrjár tíma rúma að hjóla á hótelið og leiðin var 26 km löng.  Eftir eina erfiða og langa brekku komum við í næsthæsta þorp í Dartmore. Þar var mjög gömul og falleg kirkja og krá og póststöðin var í þorpsbúðinni. Þar freistuðumst við til að fá okkur ís "Farmer Tom's"  sem búin var til í héraðinu. Við erum að hjóla eftir landbúnaðarhéraði og kúaangan liðast um loftið, hundgáin og baulið kallast á og háir trjárunnar umlykja vegina. Á leiðinni týndum við brómber og við sáum eplatré en horfðum bara á þau. Þetta er ótrúlega fallegt hérað og veðrið lék við okkur en hjólað var í stuttermabol sem var alveg hæfilegt.  Freyja sá um leiðsögnina með aðstoð símans og google maps og gekk það mjög vel, engar villur vegar í dag. Hjólaðir voru 26 kílómetrar í dag og einbeitingin þurfti að vera vinstra megin á götunni.






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home