þriðjudagur, september 08, 2015

Hjólað til Yelverton

Veðrið lék við okkur í dag eins og í gær og var hitastigið rétt undir 20 °C og logn. Við lögðum í hann um 10 leytið og fórum í fyrstu í öfuga átt en  áttuðum okkur fljótlega og snerum við, google reddaði okkur. Í dag voru tæplega 60 km hjólaðir um Dartmoor þjóðgarðinn. Við treystum á Google og símann hennar Freyja og var það góð hugmynd því þetta gekk allt eins og í sögu. Við fundum hjólaleið nr. 27 sem leiddi okkur suður með öllum garðinum. Á kafla er vegurinn lagður meðfram lestarteinum og þar var lítið um hæðir og lægðir. Annars var þetta svona upp og niður hæðirnar og reyndi mikið á bremsurnar í dag. Þetta var skemmtileg og fjölbreytt hjólaleið þar sem við fórum m.a.  inn í göng (eingöngu fyrir hjóla-/göngufólk) og yfir brýr og um dimma skógarstíga með háum trjám sem mynduðu skógargöng. Við hittum þó nokkuð af fólki á þessari leið bæði hjólandi og gangandi sem voru að spóka sig í góðaveðrinu og einnig mættum við konu í rafmagshjólastól að viðra hundinn sinn.  Við gáfum okkur á tal við nokkra þeirra og er fólk hér ákaflega hjálpfúst og vingjarnlegt. Nú erum við komin í Yelverton þar sem Oddur var vinnumaður 1962 og fórum við út að borða með Peter Barrons og frú í kvöld og áttum notalega stund. Peter var sonurinn á bænum sem Oddur var vinnumaður á hér í Devon. þeir hittust einnig fyrir 15 árum en ekkert fyrir eða eftir það þar til nú. Á leiðinni sáum við kirkju frá 13 öld upp á hæð sem við áttum leið hjá og ákváðum við að skoða hana og gengum upp að henni og litum inn.


Hjólað meðfram lestarteinunum. 

        Kirkjan upp á hæðinni.


Freyja fékk sér sæti inni. Þarna sést í skírnarfontinn á bak við hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home