sunnudagur, febrúar 22, 2015

Kúba

Jæja þá er verið að undirbúa Kúbuferð í næstu viku. Við förum með 10 manna hópi á vegum Vita til að hjóla um eyjuna í nokkra daga og skoða náttúrna og mannlífið. Þetta eru vinnufélagar Odds af Veðurstofunni og af Ísor. Flogið verður mánudaginn 23. febrúar beint til Varadero með bensínstoppi í Halifax.  Þetta mun taka vel rúma 10 tíma. Gist verður á hóteli í Havanna tvær nætur og hjólin sett saman og Gamla Havanna skoðuð fyrsta daginn. Síðan verður ekið með rútu út úr borginni vestur á bóginn til Las Terrazas. Einnig er ferðinni heitið til San Juan river og hjólað til Soroa og gist þar. Daginn eftir verður Orchid Garden heimsóttur og einhver ónafngreindur foss skoðaður og hjólað um þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans.Við munum skoða nokkur söfn í ferðinni og síðan á að halda veislu fyrir okkur í einhverju hverfinu sem er víst siður þarna. Á bakaleiðinni til Havanna munum við hjóla meðfram ströndinni sem ku vera mjög falleg leið.  En þetta kemur allt í ljós eftir því sem tíminn líður og mun ég eftir bestu getu og með internetsambandi setja eitthvað inn á bloggið. Freyja kemur frá London og flýgur hún með smástoppi á Spáni og hittir okkur um kvöldið á mánudeginum.
En næstu fréttir verða þá frá Havanna eftir fyrsta daginn.


Við munum nú aðeins skoða vestasta hluta eyjarinnar eða vestan við Havanna.