mánudagur, janúar 16, 2006

Snjórinn

Mikið er nú gott að hafa snjóinn til að fela allt draslið sem kom um áramótin. Það virðist sem það séu engar smávegis upphæðir sem landsmenn styðja íþrótta- og björgunaraðila með í ár ef marka má ljósadýrðina á gamlárskvöld og önnur kvöld bæði fyrir og eftir. Ætli þetta hafi áður verið annað eins, enda velmegunin slík að það þarf að koma fram einhvers staðar?

Nú svo er maður líka að spá í að taka fram skíðin og skreppa í Bláfjöllin og sleppa utanlandsferðinni í ár. Þetta lítur ekki sem verst út. Nú ef Bláfjöllin klikka skreppur maður í dalina fyrir norðan þar sem tryggur gervisnjór er alltaf nægur. Já það er frábært að búa á Íslandi núna. Geta menn ekki verið sammála um það?

Snjór er góður!