þriðjudagur, janúar 01, 2008

New York

1. januar 2008
Gleðilegt ár allir og takk fyrir liðnu árin. Nú erum við Oddur komin til New York borgar og búin að fara í gamlárspartý til Hlyns systursonar míns og konu hans henni Paulu frá domíníska lýðveldinu en þau giftu sig í ágúst s.l. Við vorum nú reyndar heldur framlág í partýinu og yfirgáfum það snemma, því við vorum nýlent á JFK eftir 25 stunda ferðalag frá Chile. Við millilentum í Atlanta þar sem við tókum töskurnar okkur og skráðum þær inn aftur í flug til NY. En viti menn engar töskur á bandinu í NY. Þær komu ekki á hótelið fyrr en klukkan 9 um morguninn daginn eftir. Er þetta ekki alveg einstakt? Þeim fannst það alla vega á flugvellinum í New York.
En nú erum við búin að fá okkur langan göngutúr og skoða t.d. China Town og Soho og flækjast hér um næstu götur við hótelið neðst á Manhattan. Við búum á 11. hæð og glugginn okkar snýr út að staðnum þar sem tvíburaturnarnir voru. Þar er verið að byggja upp aftur en sem betur fer eru allir í fríi vegna áramótanna og enginn byggingarhávaði ennþá. Hér er mynd af byggingarsvæðinu.

Nú erum við á leið út að borða með Hlyni og Paulu. Býst ekki við að blogga meira hér að þessu sinni enda ferðin á enda og við fljúgum heim á morgun eftir alveg ágæta ferð þrátt fyrir ýmsar uppákomur. Hlökkum til að sjá ykkur öll.