sunnudagur, september 21, 2008

Grjón í koddanum


Hæ hæ - við erum loksins komin til Kína (að hugsa sér) og allt gekk vel, allt skilaði sér. Við töpuðum 8 tímum á leiðinni og vorum á hótelinu um kvöldmat á laugardag. Það var mjög heitt þegar við komum (sennilega um 30° C) rakt og mikið mistur og gott að komast á áfangastað. Það var móttökunefnd á flugvellinum að taka á móti okkur (þeir voru eiginlega að taka á móti Magnúsi sem sá um skipulagningu vinnufundarins og við flutum með) eða þrír kínverjar sem snerust í kringum okkur til að taka töskurnar og koma þeim og okkur í bíl sem ók með okkur á 150 km hraða í ca. klukkustund inn til Lanzhou. Ég þorði ekki að horfa á hraðamælinn en Oddur sagði mér það á eftir hversu hratt hann hefði ekið. Lanzhou er nokkurra milljóna manna borg, ég held um þriggja milljóna og staðsett í sveitahéraði í norðvesstur Kína og er ekkert mjög nýtískuleg. Það er samt greinilega mikil uppbygging hér því við sjáum marga krana við hálfbyggð háhýsi svona eins og heima svo einhver uppgangur er hjá þeim.
Landslagið (sjá mynd) eru endalausar sandhæðir enda Góbi-eyðimörkin ekki langt undan og dregur landslagið útlit sitt nokkuð af því og það er mjög þurrt hérna og kirkingslegur gróðurinn nema þar sem er vökvað.
Við uppgötvuðum þegar við fórum að sofa í gærkvöldi að það voru (hrís-)grjón í koddunum okkar og engar springdýnur í rúminu, heldur eitthvað frekar hart og lítt eftirgefanlegt til að liggja á. Grjónakoddinn var ekkert sérstaklega þægilegur og beddinn frekar harður en líðanin er nú samt ágæt eftir að hafa sofið um nóttina.
Maturinn hér er afar nýstárlegur en ég held að við höfum ekki borðað hund ennþá. Við vorum að koma af svokölluðum "banquet" rétt í þessu og ég missti töluna af réttunum þegar ég var komin upp í 20 og komu þó nokkuð margir réttir eftir það. Á morgun er okkur boðið í 90 ára afmæli kínversks jarðfræðings og sennilega fæ ég líka að heimsækja einhvern skóla.
En er lokið kveðju frá Oddi og Kollu í Kína

4 Comments:

At 21/9/08 9:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þið náðuð á leiðarenda.

Kreppa hérna kemur brátt,
kvelst þá margur ratinn.
Þá er gott að hafa hrátt
hundakjöt í matinn.

Beztu kveðjur

Ágúst og Solveig

 
At 21/9/08 9:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þið náðuð á leiðarenda.

Kreppa hérna kemur brátt,
kvelst þá margur ratinn.
Þá er gott að hafa hrátt
hundakjöt í matinn.

Beztu kveðjur

Ágúst og Solveig

 
At 23/9/08 4:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já kínversk umferð er það næstversta sem ég hef lent í (egypska umferðin er verri). Þið getið nú ekki komið heim án þess að smakka allavega eitt furðulegt... hvort sem það er hundur eða marglytta!

 
At 23/9/08 4:59 f.h., Blogger Kolbrún Svala said...

Ja Freyja ef þú vissir hvað við erum búin að smakka skrýtinn mat þá held ég að við getum alveg komið heim núna, en við vitum nú eiginlega ekkert hvað við höfum verið að borða. það er allavega mjög kryddað alltaf (ætli það sé verið að fela eitthvað??) hummm

 

Skrifa ummæli

<< Home