sunnudagur, desember 23, 2007

Myndavélalinsur og GPS tæki

23. desember - þorláksmessa
Við fengum okkur göngu upp í fjall áðan og lentum í mjög grimmum flugum sem stungu okkur án afláts og var það lítið gaman. Hér er mynd af þessari flugu, hún er með græn augu og brún á litinn.


Annars er það nýjasta nýtt af okkur að frétta að við vorum að uppgötva að það skilaði sér ekki allt sem við settum í töskurnar þegar við fórum af stað í upphafi ferðar eins og t.d. myndavélalinsurnar hans Odds og GPS tækið mitt sem við ætluðum að skrá ferðalagið okkar á. Eitthvað fleira vantar sem er kannski ekki eins bagalegt að missa og þó.... t.d. gleraugun mín (sem bara hæfa mér vegna styrkleika) Gott á þjófinn, vonandi getur hann ekki notað þau. Bíðið bara þetta er örugglega ekki síðasta ævintýrið sem við lendum í.... er ekki annars gaman að lesa svona vandamálablogg?
En við erum í heilu lagi og líður ágætlega þrátt fyrir smá áföll svona nánast daglega til þessa. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Hér er mynd af okkur tekin í dag (í golunni) svona til að sýna ykkur að við höfum það alveg ágætt og erum hess og glöð þrátt fyrir áföll síðustu daga.

4 Comments:

At 23/12/07 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Kolla og Oddur, við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið jólanna vel þarna úti í sól og golu. Þessi óhöpp fást nú líklega bætt og ef ekki, þá það, þið eruð heil og vonandi fer nú allt að ganga betur. Það er nú líklega nóg að skoða þarna þessa daga sem eftir eru, einn flickr vinur minn er þarna núna á sömu slóðum og þið, hann er ítalskur en er víst alltaf þarna í fríum og er einmitt að senda myndir þarna frá Patagoniu, hann kallar sig g-u og er mjög duglegur að commenta hjá mér. Jæja, ég er að drolla eins og venjulega og er orðin rosalega þreytt, ég setti heila síðu inn á bloggið þitt um daginn, en hef gert eitthvað vitlaust því ég sé að það hefur skilað sér. Látið ykkur nú bara líða vel og hafið það eins gott og hægt er, það verður gaman að heyra hvað þið gerið næst, bless-bless þangað til næst, mamma og Jens

 
At 24/12/07 5:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Kolla og Oddur
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.
Þökkum ánægjulegar samverustundir á liðnum árum.
Það er ótúlegt að lesa um ferðalag ykkar.
Ég hef nokkrum sinnum reynt að senda ykkur línu en án árangurs. Nú hef ég Hildi mér við hið sem hefur sagt mér hvað ég geri rangt og því ætti þetta að takast í þetta sinn.
Kæra Kolla til hamingju með afmælið um daginn. Vonandi var afmælisdagurinn ánægjulegur þrátt fyrir töskuleysi og erfiðleika.
Hlakka til að fá ykkur heim aftur.
Jólakveðja Guðrún og Viðar.

 
At 24/12/07 10:50 f.h., Blogger hrunda said...

Elsku Kolla og Oddur
Hérna megin er verið að bera fram sniglanna hjá Systu og gæsin bíður í ofninum. Eigum eftir að sakna ykkar í jóladagsboðinu. Gleðileg jól njótið daganna framundan.

Hjalti, Hrund, Hjörvar og Agla Huld

 
At 25/12/07 7:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fluga græneygð flögrar hljóð
flíkar sínum broddi;
kýlir vömb er kemst í blóð
úr Kolbrúnu og Oddi.

Jólakveðja
Solveig og Ágúst

 

Skrifa ummæli

<< Home