fimmtudagur, desember 20, 2007

Hjólaferð um Coyhaique



Jæja enn er verið að vinna í því að ná ferðatöskunum heim á hótel. Þær eru ennþá týndar og ekkert vitað hvar þær eru. Freyja er komin í málið með bæði ensku og spænsku til að tjá sig á, flottir eiginleikar það.
Í gær fórum við í hjólaferð um næsta nágrenni. Sólin skín án afláts beint ofan í hvirfilinn á okkur svo við verðum greinilega að passa okkur og nú er á dagskrá að ná sér í húfur og sólarkrem til að geta farið út aftur. Þannig að eftir þessa færslu förum við í bæinn að kaupa okkur föt og skó til að geta farið eitthvað út í náttúruna að ganga. Nóg er að sjá. Meiningin er að leigja sér bíl og aka út fyrir bæjarmörkin og skoða náttúruna gangandi svona hér og þar. Odd langar að sjá chileanskann jökul í návígi:-) Hver veit nema að honum takist það.

2 Comments:

At 20/12/07 10:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta gæti alveg verið íslenskur bær og landslag af myndinni að dæma!

 
At 21/12/07 5:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hallo-hallo, sæl verið þið, við sjáum að þið hafið það bara fínt þarna þrátt fyrir "týndar töskur" en vonandi fer nú eitthvað að gerast í því. Við erum bara hress, ég er byrjuð aftur hjá Gunnhildi og það er mjög gott. Okkur líst vel á þennan litla bæ sem þið eruð í og skemmtileg myndin af Oddi. Það verður gaman að sjá meira frá ferðalaginu ykkar og við bíðum bara spennt. Hafið það gott og látið ykkur líða vel. Bestu kveðjur, mamma og Jens

 

Skrifa ummæli

<< Home