miðvikudagur, desember 19, 2007

Farangur týndur ennþá

Heil og sæl öll
Þá erum við búin að sofa heila nótt hér og mun hressari en í gær. Úti er sól og talsverð gola. Loks komst ég inn á netið á hótelinu (eins og sjá má) en ég er búin að liggja talsvert yfir því að tengjast og gafst upp í gær. Enginn farangur hefur birst á tröppunum ennþá og er það næsta verk að finna út hvar hann er staddur í heiminum. Annars er allt gott að frétta við ætlum að fá okkur hjól á leigu á eftir og hjóla um bæinn og skoða hann en hann er ekki stór. Kannski get ég sett inn einhverjar myndir af ferðalaginu í kvöld þegar við komum heim aftur.
Fyrstu áhrif: lítið af blökkufólki, ekkert ofurfeitt fólk eins og í USA, engir ferðamenn, engin háhýsi bara smákofar og lítil hús og margir kaupmenn á hornunum og landslagið líkist svolítið íslensku landslagi. Við búum á mjög notalegu litlu hóteli og konan talar ofurlitla ensku og er hún núna að reyna að hringja út af farangrinum okkar.
Látum kannski eitthvað á bloggið í kvöld. K og O

5 Comments:

At 19/12/07 10:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló Oddur og Kolla

Kolla mín til hamingju með daginn þinn í dag. Vona að þið fáið farangurinn ykkar sem fyrst. Afmæliskveðja
Gitta, Axel og Nesbalabörnin

 
At 19/12/07 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju með daginn í dag Kolla mín. Vonandi fer nú farangurinn að skila sér og þið eigið eftir að njóta ferðarinnar.
Afmælis-og jólakveðja,
Sigríður, Davíð, Ísak Máni og Logi Snær.

 
At 19/12/07 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Kolla okkar, gott er að heyra frá þér, við óskum þér auðvitað aftur til hamingju með afmælið og vonum að þú eigir góðan dag. Eins og þú líklega veist þá á ég besta kall í heimi, þýðir ekki að segja , nei það á ég, hann er svo duglegur að hugsa um mig núna. Hafið þið það nú bara ofsagott og það verður gaman að fylgjast með ykkur næstu 2 vikur. Ég vona að íslenskan gangi , ég kann ekkert á þetta. Bless-bless þangað til næst, knus og kossar, mamma og Jens

 
At 19/12/07 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra í ykkur, ég var að reyna að hringja en ekkert svar... til hamingju með afmælið mamma mín, vonast til að ná í ykkur á eftir!
Mikið er ég annars glöð að þið tókuð ekki við miða hjá Delta, ég er einmitt að standa í fári við Icelandair út af þessu blessaða Deltaflugi okkar... Delta er klárlega verkfæri djöfulsins!

 
At 21/12/07 5:48 f.h., Blogger Kolbrún Svala said...

Halló allir sem sendu kveðjur, Freyja, Sigga H, mamma og Gitta og co. Takk fyrir kveðjurnar það yljar mannig um hjartarætur að fá svona kveðjur. Takk takk

 

Skrifa ummæli

<< Home