föstudagur, desember 14, 2007

Seinkun á flugi


Jæja það var sem mig grunaði að það yrði seinkun á flugi vegna verðurs. Þessa stundina á að fara klukkan sjö í kvöld sem þýðir að við náum þá vélinni til Santiago Chile. En þá verður sjálfsagt lítið um svefn og það tekur því ekki að fara á hótelið sem við vorum búin að panta. Við lifum það af. Annars er allt tilbúið og við bara bíðum eftir að leggja af stað út á völl. Það er smá fiðringur í maganum við tilhugsunina að fara svona langt út í heim en eftirvænting líka.
Ég skrifa sennilega ekki meira hér fyrr en við komum til Chile, en planið er að gista tvær nætur í Santiago og skoðum okkur um þar áður en við höldum til Coyhaique þann 18. desember. Mér sýnist af myndum sem ég hef skoðað af Santiago og sést hér á myndinni að þar séu fjöll, háhýsi og mengun. En ætli við látum ekki fjöllin eiga sig í þetta sinn og skoðum bara borgina og háhýsin neðan fra:-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home