laugardagur, desember 15, 2007

Flogið af stað

Það lítur nú út fyrir að við komust af stað í dag. Veður er gott og ekki útlit fyrir næstu óverðurshrinu fyrr en í kvöld. Við þurftum að breyta fluginu suður á bóginn og það kostaði nokkra auka tugi þúsunda og mörg símtöl. En nú er kominn ferðahugur í fólkið og við bíðum eftirvæntingarfull eftir að komast af stað. Ég fékk mér göngu eldsnemma í morgun til að láta tímann líða fljótar og var notalegt að hreyfa sig svona í morgunsárið. Fáir voru á ferli og rólegt yfir að líta. Nú er bara að líta yfir minnislistann og athuga hvort allt er með allavega farmiðar, passar og þessi nauðsynlegu kort.
Geri ráð fyrir að setja eitthvað á bloggið í kvöld þegar við komum á hótelið í New York. Þaðan förum við svo í fyrramálið til Atlanta og er bið þar í 9 klukkustundir. Um kvöldið er svo flug til Santiago sem tekur að ég held 10 til 11 klukkustundir og komum við þangað snemma um morguninn. Meiningin var að dvelja þar í tvo daga en það verður víst bara einn að þessu sinni svo við reynum að nýta tímann vel til að skoða okkur um.

4 Comments:

At 15/12/07 9:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja ykkur tókst þá loksins að komast af stað... hlakka til að lesa næsta blogg!

 
At 15/12/07 2:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð.
Við fylgjumst með í huganum, sbr.
að sitja kyrr á sama stað
en samt að ver' að ferðast.

Kveðja
SAS et ÁHB

 
At 16/12/07 4:12 e.h., Blogger Ég sjálf said...

Það verður gaman að fylgjast með ykkur.
Gangi ykkur vel.
Kveðja Eygló

 
At 18/12/07 4:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú bíðum við í ofvæni eftir ferðasögunni til Coyhaique ... það hefur gengið á ýmsu.
kv.
f

 

Skrifa ummæli

<< Home