fimmtudagur, desember 27, 2007

Puma, lamadýr og græneygðar flugur

26. desember - annar í jólum
Við hófum daginn á að fara á internetið og sjá hvort einhver væri á línunni en svo var ekki. Við fórum síðan í bæinn og tókum út smápening eða 100 þús pesóa sem eru um 13000 kr. ísl. Síðan ókum við í áttina að argentísku landamærunum og til að skoða landslagið þar. Þar eru svokallaðar steppur, allt mjög þurrt og heldur rýrt land miðað við Chile en vætan verður öll eftir í og við Andesfjöllin þannig að það er enginn raki orðinn eftir í golunni þegar hún kemur yfir til Argentínu.
En við lentum í heljarævintýri eða það finnst mér. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona hrædd. Við fengum okkur göngutúr upp á eina hæðina á landamærunum og ætluðum að borða nestið okkar og horfa yfir til Argentínu og taka myndir af klettunum og trjánum á hæðinni sem var með fullt af dvergtrjám (bonsai) rosalega flottum. Þegar við nálguðumst toppinn heyrðum við skrýtið hljóð. Það hljómaði eins og hást, hávært krunk eða krákuhljóð og við áttum von á því að sjá fugl, en viti menn sést ekki gulur haus sem líktist hundi eða stórum ketti gægjast upp efst við toppinn. Oddur sagði strax að þetta væri sennilega villihundur. En eftir á að hyggja höldum við að við höfum séð púmu. Dýrið rak upp hljóð annað slagið og það virtist forða sér þegar við komum upp en svo kom það aftur og þá varð mér ekki um sel og við tókum á rás til baka með góðan lurk í hendi og alltaf heyrðum við hljóðið nálægt okkur það var greinilega að láta okkur vita að við værum ekki velkomin og að við værum að ráðast inn á yfirráðasvæði þess. En sem betur fer hélt það sig á hólnum og veitti okkur ekki eftirför en lengi heyrðum við hljóðið í því. Þetta var frekar óskemmtileg lífsreynsla þar sem við vitum ekki hvernig púmur (villihundar) haga sér, hvort þær ráðast á fólk og svoleiðis.



Hér er Oddur á hæðinni þar sem við hittum dýrið

Hér er hitabylgja í Chile eða vel yfir 30 stig og það nánast hreyfir ekki vind aldrei þessu vant. Við náðum að sólbrenna í sólinni í dag þrátt fyrir sólaráburð upp á 15.
Nýtt um flugurnar með grænu augun. Þær eru bara á ferli í einu viku á ári hér um allt Chile og það er einmitt núna. Við erum alltaf jafn stálheppin eins og endranær.

Við sáum líka hóp af lamadýrum sem gengu þarna úti í náttúrinni. Ég smelli hér einni mynd með af þeim til gamans.

3 Comments:

At 27/12/07 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl.
Það er þokkalegt að lenda í klónum á púmu (fjallaljóninu). Hún eru sögð bíta bráð á barka, draga hana afsíðis og gæða sér á henni í friði. Á einni vefsíðu segir svo: Seeing a puma is both an act of faith and a slice of luck. Dawn and dusk are the best times look for them on the valley floors.
Þið hafið þrátt fyrir allt haft heppnina með ykkur. Gangi ykkur vel. Kveðja Solveig og Ágúst

 
At 28/12/07 4:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja já, viljiði gjörasvo vel að passa ykkur á fjallaljónum og köngulóm, væri betra að fá ykkur heim í svona þokkalega heilu lagi...

Annars er nú lítið að frétta af mér, er í því að synda með lömbunum mínum í árbæjarlauginni og baka óætar smákökur.

Hlakka til að fá ykkur heim =)

Ykkar jósa

 
At 8/12/12 2:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Free [url=http://www.invoiceforyou.com]invocing solution[/url] software, inventory software and billing software to create competent invoices in minute while tracking your customers.

 

Skrifa ummæli

<< Home