þriðjudagur, desember 25, 2007

Flugferð

25. desember jóladagur
Jæja þá er Kolla búin að fara í flugferð yfir Andesfjöllin í tveggja hreyfla flugvél. Hver hefði trúað því? En ég hugsaði málið þannig að það væri betra að fara með í flugið en að sitja eftir heima og bíða (að deyja úr áhyggjum) á meðan Oddur færi svo ég lét mig hafa það. Og…… það tókst ég er hér aftur:-) En við flugum yfir Norður Patagóniu jökulinn (Campo de Hielo Norte)að lóninu Laguna San Rafael sem við ætluðum að sigla að.


Flugmaðurinn flug rétt í 100 feta hæð yfir lóninu og sveigði og beygði þar á alla vegu og ég hélt að ég yrði ekki eldri. Á leiðinni var Cerro San Valentin tindurinn rétt í seilingarfjarlægð út um gluggann með sína rúmlega 4000 m hæð. Þetta var nú rosalega flott enda heiðskírt og frábært skyggni.


Við kynntumst tveimur Hollendingum í sambandi við fyrirhugaða siglingu sem tóku flugvélina á leigu með okkur . Það var mjög gaman að kynnast þeim og spjalla við þau. Þau heita Charlotte Groothuis og Joost Müller og hafa ferðast saman í yfir 20 ár. Þau skipuleggja ekki ferðalögin heldur leigja sér bíl þar sem það á við og tjalda. Þau hafa farið víða um heiminn m.a. til Íslands. Hún talar mjög góða spænsku og við fengum hana með okkur á lögreglustöðina til að gefa skýrslu um hlutina sem hurfu úr töskunum okkar á leiðinni hingað. Hér talar varla nokkur maður ensku ekki einu sinni á flugvellinum í Santiago og ef það finnst enskumælandi maður þá er hún mjög léleg.
Það er svo heitt núna að við höldum okkur innandyra og ætlum út sídegis og skoða eitthvað og rölta smá um. Annars fékk Oddur blöðru á aðra stóru tána í göngunni í gær svo það er rétt að gefa henni smáhlé svona einn dag.

Svo er hérna fyrri partur til að botna fyrir jólaboðið hjá Systu:

Kolla og Oddur andfætis
óska jólafriðar.


Annars bestu jólakveðjur til ykkar allar og takk fyrir "commentin" sem þið hafið sett inn, við erum ekki eins "ein" í heiminum þegar við lesum þau.
Takk takk - Kolla og Oddur

3 Comments:

At 25/12/07 2:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þið senduð okkur svohljóðandi sms: Botninn er á blogginu... og það varð uppþot hérna þegar við fórum að hugsa hvar fyrri parturinn væri eiginlega! En núna hafa allir fundid andann og botnar verda settir í kommentakerfið þegar þeir hafa verið fullkomnaðir. Jólakveður og gleðileg jól frá jólaboðinu hjá Systu!

 
At 25/12/07 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hjalti:
Vona að úrrætist
en hvar er Viðar?

 
At 25/12/07 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Siggi og Systa réttfætis
strjúka belgi kviðar.

 

Skrifa ummæli

<< Home