laugardagur, desember 29, 2007

Heimferðin hafin

29. desember laugardagur
Erum að leggja af stað til Balmaceda (flugvöllurinn hja Coyhaique) til Santiago. Þaðan leggjum við af stað til New York annað kvöld og komum þangað á gamlársdag seinni partinn. Vonandi verður engin töf á leiðinni þangað því við erum svo spennt að vera þar þennan dag.
Við áttum góðan dag í gær lölluðum um bæinn og horfuðum á götulífið, skoðuðum kirkjugarðinn (vá maður) og vorum bara í róleguheitum. Ekki veitir af að hvíla sig fyrir átökin að koma sér heim miðað við fyrri reynslu.
Ég læt hér eina mynd fylgja með svona til gamans en bílinn er að koma sem fer með okkur út á völl. Blessuð í bili.

1 Comments:

At 30/12/07 7:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð heim! Við Ásta erum hérna í góðu yfirlæti í Barcelona og erum að íhuga hvað við eigum að borða á gamlárskvöld... sé ykkur bráðlega!

 

Skrifa ummæli

<< Home