sunnudagur, desember 30, 2007

Santiago

Hæ allir
Nú erum við i Santiagoborg i Chile og búin a fara i rútuferð um borgina sem tók 4 klukkustundir. Þad var mjög fínt. Ferdin hingad gekk svo til áfallalaust en samt smáseinkunn vegna veðurs. Sólin skín hér núna án afláts og Oddur gengur i skugganum og vill ekki meiri sól i bráð. Þad baud sér ein kona ofan i töskuna mína áðan sem ég var med a bakinu en ég hafdi vid henni og var ekki med neitt verðmætt þar svo hún hafði lítið upp úr krafsinu. Vid ætlum út ad rölta smá um næsta nágrenni áður en vid förum út a flugvöll um 7 leytið. Santiagóbúar státa sig af stærsta gsm síma í heimi en þad er turn sem er eins og gsm sími i laginu.
Hér er mynd af honum.



Við erum búin ad hlusta á marga hópa af hjálpræðisherfólki sem er að syngja á torgum og göngugötum og er þad ferlega fyndið. Eg á þad a myndbandi. En við skiljum auðvitað ekki hvað þau eru að syngja, Freyja verdur að þýða þad fyrir okkur.


Þetta er mynd af okkur á Santa Maria hæðinni og sést yfir á aðra hæð þar sem styttan af madonnunni er þ.e.a.s. Maríu mey með jesúbarnið.

Nu er hugurinn farinn að hvarfla heim til Islands og ofurlítil tilhlðkkun farin ad gera vart við sig að hitta börnin og barnabörnin og auðvitað alla hina líka:-)
Bestu kveðjur að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home