miðvikudagur, október 20, 2010

Uppsalir

Jæja þá er konan komin aftur til Uppsala í Svíþjóð eftir 20 ára fjarveru. En nú er erindið að Oddur er að halda fyrirlestra um fræðin sem hann var að læra um fyrir 40 árum síðan og bauð hann konu sinni með. Tveir fyrirlestrar búnir og sá þriðji á morgun. Heimir Pálsson kallaði hann til og var hann að keyra saman hugvísindi og raunvísindi þ.e.a.s. orð sem tengjast raunvísindum og náttúru Íslands. Þótti þeim aðsókn hin besta og voru mjög ánægðir með þetta allt saman. En Reynir Böðvarsson talaði um jarðskjálfta en Oddur talaði um þetta sýnilega þegar jarðskjálftar og eldgos verða. Þá talaði Veturliði Óskarsson um málfræðiþáttinn, hvernig þjóð í nýju landi lagar mál sitt að nýstárlegri náttúru, og Heimir sjálfur um bókmenntirnar og hvernig orðræðan tengdist inn í þær.
Á morgun talar Oddur meira um vísindalega þáttinn frekar en fagurfræðilega þáttinn.
Við vorum svo lánsöm að fá lánuð hjól hjá þeim mætu hjónum Fredrik og Birnu og einnig skutu þau yfir okkur húsaskjóli ásamt því að stjana við okkur á alla lund með hlýjum fötum og endurskinsmerkjum. En það er svo sannarlega kominn vetur hér í Svíþjóð og veitir ekki af að hlúa að Íslendingum sem hafa ekki fengið að þefa að vetrinum enn heima á Fróni.


Á myndinni sjáið þið blokkina á Blodstensvägen þar sem við bjuggum með Finn nýfæddan á 2. hæð. Það var allt nákvæmlega eins og þegar við vorum þar bara aðeins pínulítið lúið svona hér og þar.
Í dag fengum við okkur græna prinsessutertu á kaffi Ofvandals og var hún námkvæmlega eins á bragðið og hérna um árið. Við fórum einnig inn í háskólann og settumst á bekkina í "Aulan" þar sem við vorum fyrir 40 árum. Vá það er varla að maður þori að nefna þennan árafjölda því það er eins og við höfum verið hér í gær.




Annars erum við búin að hjóla um Uppsalabæinn og skoða fyrrum vistarverur og ýmsa góða staði þar sem við vorum á árunum. Einnig litum við inn á nýja staði eins og tónlistarhúsið við brautarstöðina (sjá mynd) en það er svona eins og Harpan og Hofið á Akureyri deiluefni vegna kostnaðar og óráðsíu. En hér stöndum við á efstu hæð og horfum yfir á höllina og kirkjuna og niður á mjög flotta stétt með myndum af tónlistarmönnum (sjá mynd).






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home