miðvikudagur, október 20, 2010

Malta september 2010




Ég fór í námsferð til Möltu í september. Var ég þar í viku á námskeiði um hvernig er hægt að nýta tæknina í skólastarfi. Það voru rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu frá sextán löndum. Fékk ég styrk úr sjóðum Comeníusar til að greiða ferðina. Með mér fóru tveir kennsluráðgjafar úr Garðabæ og einn deildarstjóri í upplýsingatækni úr Reykjavík.



Var þetta afar fróðleg og lærdómsrík ferð sem ég er enn að vinna úr. En meiningin er að miðla þessu smátt og smátt til kennara í skólanum.



Við lærðum ekki á strætókerfið í landinu. Það er afar flókið og óreglulegt. Vagnirnir eru margir gamlir Reó-Studebaker sennilega frá stríðsárunum og menguðu mikið. Það var yfirleitt alltaf einhver gola sem feykti menguninni út á haf sem betur fer. Sólin skein án afláts alla daga og var gott að koma heima í ringinguna og svalann.


Einnig urðum við reynslunni ríkari þegar við fórum í "sight seeing" túr um eyjuna og urðum strandaglópar, vagnarnir voru hættir að ganga og við þurftum að taka "strætó" heim á hótel aftur. Þá vorum við verulega spældar. Enda ekki búin að fara nema hálfan hring og auðvitað það skemmtilegasta eftir held ég. Hérna er ég að bíða eftir vagninum sem kom aldrei.




Þetta eru stöllurnar sem voru með mér á námskeiðinu. En það eru þessar með gleraugun og heita Elísabet, Þórunn og Guðrún.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home