Malta september 2010
Ég fór í námsferð til Möltu í september. Var ég þar í viku á námskeiði um hvernig er hægt að nýta tæknina í skólastarfi. Það voru rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu frá sextán löndum. Fékk ég styrk úr sjóðum Comeníusar til að greiða ferðina. Með mér fóru tveir kennsluráðgjafar úr Garðabæ og einn deildarstjóri í upplýsingatækni úr Reykjavík.
Var þetta afar fróðleg og lærdómsrík ferð sem ég er enn að vinna úr. En meiningin er að miðla þessu smátt og smátt til kennara í skólanum.
Við lærðum ekki á strætókerfið í landinu. Það er afar flókið og óreglulegt. Vagnirnir eru margir gamlir Reó-Studebaker sennilega frá stríðsárunum og menguðu mikið. Það var yfirleitt alltaf einhver gola sem feykti menguninni út á haf sem betur fer. Sólin skein án afláts alla daga og var gott að koma heima í ringinguna og svalann.
Þetta eru stöllurnar sem voru með mér á námskeiðinu. En það eru þessar með gleraugun og heita Elísabet, Þórunn og Guðrún.


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home