föstudagur, nóvember 04, 2005

Orkulandið


Jæja þá loks kom sólin og viti menn heimurinn leit öðruvísi út. Hvílík fegurð. Eins og þið sjáið er fagurt um að litast. Hvítar grundir hvert sem litið er enn….. því miður er þetta ekki eins og ég vil hafa það því það heyrast allt of oft skothvellir rjúpnaveiðimanna hinum megin í dalnum og eru þeir örugglega búnir að veiða upp í kvótann ef þeir hafa hitt í öðru hverju skoti blessaðir. En svona er það við sjáum slóðir eftir rjúpur hvert sem litið er á göngu okkar um svæðið og það er greinilega mikið um hana hérna og ég vona að þær haldi sig hérna megin í dalnum því ekki skjótum við þær. Nú er bara að bíða eftir norðurljósunum og stjörnunum í kvöld þá getum við haldið heim á leið endurnærð af náttúrunni og verunni hér.
Við erum búin að dunda okkar hér í sæluríkinu Sellandi við göngur, skógarhögg og frætínslu úti við en lestur, hannyrðir, útvarpshlustun, spil og fleira innan húss og er ekki hægt að hugsa sér þetta betra. Við höldum heim á leið á morgun full orku og byrjum að vinna á mánudag eftir vikufrí hérna. Hlakka bara til að hitta krakkana bæði mína og þessa í skólanum. :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home