mánudagur, september 19, 2005

Mánudagurinn

Mánudagur aftur. Sólin skín og veður er ljúft. Reyndar farið að kólna svolítið en það er ekkert verra. Lífið gengur sinn vanagang. Maður hespaði af einu matarboði um helgina. Svo sat ég auðvitað við tölvuna eins og venjulega það má ekki af henni sjá, ég er að skrifa rannsóknaráætlun. Göngutúrarnir fengu sinn tíma og var nú bara farið um næsta nágrenni í þetta sinn, svona Elliðaárdalinn og um Seljahverfið. Það er frekar hressandi að skella sér svona út á íþróttaskónum og rölta smá. Einnig skutumst við hjónin í heimsókn til Óttars litla en hann var að fá nýtt rúm því hitt var orðið of lítið og var hann heldur glaður og sagði að rúmið sitt væri jafnlagt og rúmið hjá mömmu og pabba hans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home