sunnudagur, september 04, 2005

Esjan

Í gær heillaði Esjan svo að ég varð að skreppa upp á hana. Það tók mig klukkutíma og korter að komast upp á Þverfellið. Á leiðinni mætti ég tveimur fyrrverandi nemendum mínum sem mér fannst mjög skemmtilegt, því ég hélt að ungviðið væri ekki svona "galið" að vera að klífa fjöll bara til að klífa fjöll. En kannski liggur eitthvað á bak við???
Útsýnið var frábært, einhver þarna uppi nefndi Eyjafjallajökul og fleiri fjöll sem hann sagðist sjá. Þarna var fólk á öllum aldri ég held næstum allt að níræðu:-) ....og allir voru brosandi.... hvað segir það.... "jú mér tókst það":-)
Þegar heim var komið beið þetta venjulega á laugardögum, gólfþvottur og svoleiðis sem maður hespaði af ásamt því að tína rifsberin af trjánum svo þau færu ekki í hund og kött og fugla. Sultan verður að vera heimatilbúin annað er ekki hægt á góðum bæjum.
Fáir komu í matinn um kvöldið en rættist þó úr þegar bóndinn kom fljúgandi frá Egilsstöðum mjög óvænt og náði í síðustu leyfarnar eftir okkur mæðgurnar tvær.
Konan var þreytt og fór snemma í háttinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home